Árið 1990 voru liðin 100 ár frá því að Hólmavík fékk verslunarleyfi og þess vegna var mikið húllumhæ á staðnum – margra daga hátíð. Örn Ingi Gíslason kom frá Akureyri og stjórnaði hátíðahöldunum og setti á laggirnar leiksmiðju sem starfaði innan vébanda Leikfélags Hólmavíkur og stóð fyrir margvíslegum uppákomum. Leiksmiðjan fékk liðsauka frá Raufarhöfn, Akureyri og Hvammstanga – Arnar, Álfheiði, Ingu og Kristján – gott fólk sem gaman var að kynnast.
![Eftir partíið - Jón og Álfheiður á þaki Litlu-Hellu](http://www.holmavik.is/leikfelag/img/100-12.jpg)
Þátttakendur í Leiksmiðju Leikfélags Hólmavíkur á 100 ára afmælinu voru svo margir að það er engin leið að gera grein fyrir þeim öllum. Atriðin voru líka mörg; revía, galdramessa, ótal stuttir leikþættir, söngatriði og sketsar. Sjálfsagt er best að láta myndirnar tala.